Jósef og Helga íţróttamađur og kona ársins 2010

  • Fréttir
  • 31. desember 2010

Jósef Kristinn Jósefsson knattspyrnumaður og körfuknattleikskonan Helga Hallgrímsdóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2010 á glæsilegu hófi í Saltfisksetrinu á gamlársdag. Jósef var lykilmaður í knattspyrnuliði Grindavíkur í sumar og lék með U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér sæti í úrslitum EM næsta sumar. Helga er fyrirliði körfuknattleiksliðs Grindavíkur og burðarás liðsins.

Þetta er annað árið í röð sem kjörið er kynjaskipt. Starf UMFG var í miklum blóma á árinu enda kraftmiklar deildir sem þar eru. Fimm titlar Íslandsmeistaratitlar komu í hús á árinu, þar af þrír í einstaklingsíþróttum, og einn bikarmeistaratitill. UMFG og afrekssjóður Grindavíkur stóðu fyrir kjörinu. Fjölmenni var við afhendinguna. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri afhenti íþróttafólki ársins verðlaunin að þessu sinni en Kristinn Reimarsson, frístunda- og menningarfulltrúi, stýrði samkomunni.

Ýmis önnur verðlaun voru veitt eins og hvatningarverðlaun ungmenna, fyrir fyrstu landsleikina, fyrir Íslands- og bikarmeistaratitla ársins og svo fengu tvær hlaupadrottningar sérstök verðlaun. Sjá nánar um öll þessi verðlaun í myndatextunum hér að neðan.

Hér má sjá nánari upplýsingar um þá sem voru tilnefndir í kjörinu.

Efsta mynd: Róbert Ragnasson bæjarstjóri, Jósef Kristinn Jósefsson knattspyrnumaður og íþróttamaður ársins og Helga Hallgrímsdóttir körfuknattleikskona og íþróttakona ársins.


Þessir voru tilnefndir sem íþróttamenn ársins: Bergvin Ólafarson frá körfuknattleiksliði ÍG, Björn Lúkas Haraldsson frá taekwondódeild og júdódeild, Davíð Arthur Friðriksson frá Golfklúbbi Grindavíkur, Hilmar Örn Benediktsson frá sunddeildinni, Guðlaugur Eyjólfsson frá körfuknattleiksdeildinni, Páll Axel Vilbergsson frá körfuknattleiksdeildinni, Jósef Kristinn Jósefsson frá knattspyrnudeildinni og Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar sem tók við tilnefningunni fyrir Gilles Mbang Ondo.


Þessar voru tilnefndar sem íþróttakonur ársins: Erla Sif Arnardóttir frá sunddeildinni, Fanný Erlingsdóttir frá Golfklúbbi Grindavíkur, Berglind Magnúsdóttir frá körfuknattleiksdeildinni, Helga Hallgrímsdóttir frá körfuknattleiksdeildinni og Anna Þórunn Guðmundsdóttir frá knattspyrnudeildinni. Á myndina vantar Söru McFadden sem var tilnefnd af knattspyrnudeildinni.


Þau fengu Hvatningarverðlaunin: Gunnar Þorsteinsson frá knattspyrnudeildinni, Jódís Erlendsdóttir og Agatha Jóhannsdóttir frá sunddeildinni, Ingunn María Haraldsdóttir frá fimleikadeildinni Jeanne Sicat frá körfuknattleiksdeildinni. Með þeim er Guðmundur Bragason, fyrsti íþróttamaður Grindavíkur sem afhenti verðlaunin.


Þau fengu verðlaun fyrir að spila sína fyrstu landsleiki: Gunnar Þorsteinsson sem lék með U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og Alexandra Hauksdóttir sem léku með U16 ára landsliði Íslands í körfuknattleik. Með þeim er Guðmundur sem afhenti verðlaunin.


Þessir urðu Íslandsmeistarar 7. flokks drengja og fengu verðlaun. Frá vinstri: Guðmundur Bragason þjálfari, Patrick Dean Horne, Aðalsteinn Már Pétursson, Árni Vignisson, Aron Snær Friðriksson, Hilmir Kristjánsson, Ingvi Þór Guðmundsson, Kristófer Breki Gylfason, Ingibjörg Sigurðardóttir, Rúnar Örn Ingvason og Stefanía Sigríður Jónsdóttir þjálfari. Á myndina vantar Hlyn Ægi Guðmundsson, Jónas D. Þórisson og Kristófer Rúnar Ólafsson.


Þeir fengu viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitla í einstaklingsíþróttum á árinu: Björn Lúkas Haraldsson Íslandsmeistari í tæwondó í þungavigt unglinga og Norðurlandameistari í júdó 15-16 ára í -50 kg. flokki, Sigurpáll Albertsson Íslandsmeistari í júdó í flokki 15-19 ára (-81 kg) og Reynir Jónsson Íslandsmeistari í júdó í flokki 15-19 ára (-50 kg).


Unglingaflokkur stúlkna varð bikarmeistari 2010 og fékk verðlaun. Þrjár voru mættar úr liðinu, þær Mary Sicat, Ingibjörg Yrsa og Alexandra. Aðrar í liðinu voru Alma Rut Garðarsdóttir, Dagmar Traustadóttir, Íris Sverrisdóttir, Katrín Ösp Rúnarsdóttir, Lilja Sigmarsdóttir og Sandra Ýr Grétarsdóttir.


Christine Buchholz og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir fengu viðurkenningu frá afrekssjóði fyrir að hlaupa 100 km ofurmaraþon á Spáni í haust. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál