Vísir vann tvöfalt í firmakeppninni

  • Fréttir
  • 31. desember 2010

Vísir hf. bar sigur úr bítum í firmakeppni knattspyrnudeildar Grindavíkur og Lýsis í gærkvöldi í karlaflokki, annað árið í röð. Vísir hf. hafði talsverða yfirburði á mótinu en liðið vann Njallana frá Sandgerði í úrslitaleik 6-2. Goran Lukic skoraði 4 mörk í leiknum og var valinn maður mótsins. Jaxlarnir, lið Guðmundar Pálssonar tannlæknis varð í 3. sæti eftir sigur á liði Óskars Hallgrímssonar um 3. sætið.

Alls mættu 16 liða til leiks í karlaflokki og fór mótið í alla staði ljómandi vel fram. Fjöldi fólks lagði leið sína í íþróttahúsið til að fylgjast með keppninni. Þá var gaman að sjá að leikmenn voru frá 15 ára og upp í sextugsaldurinn. Vísir hf. spilaði þéttan og góðan varnarleik með Óskar Pétursson í markinu og Goran Lukic raðaði mörkunum en þeir tveir voru fremstir meðal jafningja. Í lið Vísis vantaði einn lykilmann, Jóhann Helgason, en það kom ekki að sök. Sjálfur forstjórinn Pétur Pálsson lék með liði Vísis í keppninni.

Annað árið í röð mættu tvö kvennalið til leiks, Vísir hf. og Þorbjörn hf., líkt og í fyrra. Þá hafði Þorbjörn betur en nú mættu Vísisstúlkur grimmar til leiks og höfðu sigur í hörku leik, 3-2. Vísir vann því tvölfalt í firmakeppninni í ár.

Njallarnir frá Sandgerði urðu í 2. sæti.

Jaxlarnir fengu bronsið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir