Rekstur GG í góđum farvegi

  • Fréttir
  • 22. desember 2010

Gott rekstrarár er að baki hjá Golfklúbbi Grindavíkur og nam hagnaður ársins 4,9 milljónir króna. Rekstrartekjur ársins voru um 27 milljónir en rekstrargjöld um 22 milljónir en þetta kom fram á aðalfundi GG á dögunum en hann var vel sóttur.

Bjarni Þór Hannesson, vallarstjóri og grasvallatæknifræðingur, fór yfir framtíðarsýn vallarins en til stendur að opna völlinn sem 18 holur árið 2012. Völlurinn er í dag 13 holur og verða fimm nýjar holur því teknar í notkun eftir eitt og hálft ár.  Búið er að sá í allar brautir ásamt því sem að flatir eru langt á veg komnar. Það er því líklegt að hægt verði að halda 30 ára afmælismót GG næsta haust á 18 holu velli sem verður stórt skerf fyrir klúbbinn.

Um 220 meðlimir eru nú í GG og hefur þeim fjölgað nokkuð á undanförnum árum. Í ár tókst að brjóta 200 meðlima múrinn og hefur takmarkið verið sett að fjölga meðlimum enn frekar. Sérstaklega hefur fjölgað meðal barna og unglinga og hefur klúbburinn sett sér markmið um að auka enn frekar starf hjá yngstu meðlimum.

Fjárhagsleg staða klúbbsins er mjög góð því skammtímaskuldir nema aðeins með 3,7 milljónum en eigið fé klúbbsins er samtals 7,1 milljón króna. Klúbburinn og Grindavíkurbær gerðu samning árið 2008 þar sem klúbburinn fékk 51 milljón króna styrk til að fara í stækkun vallarins. GG fékk leyfi til nota hluta þeirrar fjárhæðar til að borga niður óhagstæð erlend lán. Það gefur góð fyrirheit fyrir næsta ár því er fyrirhugað að vinna í íbúðarhúsi sem verður framtíðarskáli GG og ljúka við uppbyggingu nýja vallarins.

Ákveðið var að hækka félagsgjöld um 7% til og marka stefnuna í að einstaklingsárgjald verði 50.000 kr árið 2012 þegar völlurinn verður 18 holur. Þess ber að geta að Golfklúbbur Grindavíkur er stoltur af því að bjóða sérstök námsmannagjöld, einnig fyrir örorkulífeyrisþega aldraða, nýliðagjöld og hjónagjöld sem eru með þeim lægstu á landinu.

Páll Erlingsson var endurkjörinn formaður klúbbsins en hann hefur setið sem formaður undanfarin þrjú ár. Stjórn GG árið 2011 er því eftirfarandi: Páll Erlingsson (formaður), Friðrik Ámundason, Jóhann Einarsson, Jón Guðmundsson, Jón Júlíus Karlsson, Páll Þorbjörnsson og Sigvaldi Þorsteinsson.

Hægt er að lesa skýrslu stjórnar á heimasíðu GG.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir