Fundur nr. 167

  • Íţrótta- og ćskulýđsnefnd
  • 20. desember 2010

Ár 2010, mánudaginn 20. desember var haldinn 167. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar Grindavíkur. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofunni og hófst kl. 13:00.

Mættir voru: Magnús Már Jakobsson formaður, Jóna Rut Jónsdóttir, Þórunn Erlingsdóttir, Benóný Harðarson og Páll Axel Vilbergsson. Jafnframt sat fundinn Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Magnús Már setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Þetta gerðist:

1) 0904053 -  Samningar við deildir UMFG.

Fulltrúar D og B-lista leggja fram eftirfarandi bókun og tillögu;

Þegar nefndin fékk þetta mál í hendur var farið að huga að hvernig ætti að vinna það. Ákveðið var að hitta fulltrúa allra deilda/aðila sem koma að þessum málaflokki og tók 3 fundi að fara yfir það. Nefndin hitti um 25 manns á þessum fundum. Þegar fara átti að vinna úr niðurstöðu þessara funda var ýmislegt sem nefndin þurfti að taka til skoðunar og vann nefndin að nokkrum tillögum sem hugað var að senda áfram til bæjarráðs. Upp kom sú hugmynd að boða fulltrúa allra deilda innan UMFG auk Golfklúbbsins aftur saman á fund og sjá til hvort þeir hefðu einhverja hugmynd um hvernig þeir vildu sjá þennan niðurskurð útfærðan á deildarnar. Á þessum fundi (þar sem mættu 7 manns) var mikil óánægja hjá deildum að þetta ætti að leggjast á þær strax í janúar þar sem þær eru með t.d. samninga við þjálfara út veturinn og búnar að skipuleggja starf sitt. Nefndin sættist á það að koma með þá tillögu til bæjarráðs að samningarnir munu haldast út veturinn þannig að deildirnar hefðu þennan tíma til að skipuleggja starf sitt með þessum breytingum fyrir næsta haust. Einnig er það heppilegt fyrir þessa samninga að þeir miðist alltaf við haustið þegar nýtt ár byrjar hjá deildunum.

Í framhaldinu af þessu sendir nefndin hér með tvær tillögur til bæjarráðs um breytingu á þessu fyrirkomulagi, þær eru;

1. Öll upphæðin sem ráðgert er að nota fari beint til UMFG og notuð sé þessi formúla til að skipta niður peningnum.
a. 15% jafn styrkur á allar deildir
b. 40% launakostnaður deilda
c. 45% vegna fjölda barna í 1-10.bekk.

2. 10.000 kr. frístundarkort á hvert barn sem einnig væri hægt að nota í öðrum tómstundum innan Grindavíkur. (t.d. tónlistarskólinn, Orkubúið, dansskólinn ofl.) og rest skiptist niður á deildir samkvæmt Akranesformúlu.
a. 15% jafn styrkur á allar deildir
b. 35% greitt vegna launa
c. 30% greitt vegna fjölda iðkenda 3 - 14 ára
d. 20% greitt vegna fjölda iðkenda 15 - 18 ára.

Fulltrúi S-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Kostnaður við frí æfingargjöld eru í dag um 25.000.000 kr. Lagt er til að 5% flatur niðurskurður verði á allar deildir sem gerir um 1.250.000 kr. Lagt er til að styrkur til Golfklúbbs Grindavíkur verði skertur um 50% og við það sparast um 1.500.000 kr. Jafnframt verði Golfklúbburinn hvattur til að innheimta iðkendatengdar greiðslur en við það á klúbburinn að geta náð í tekjur sem vega upp á móti skerðingu fasta styrksins. Áætlaður sparnaður við þessa tillögu er um 2.250.000 kr.

Með þessari tillögu tel ég mig taka ábyrgð sem kallað hefur verið eftir um sparnað. Rúmlega 2 milljónir króna sparast þrátt fyrir að fríu æfingargjöldin haldi sér.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grindavíkur samþykkir að senda þessar tillögur allar inn til bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.


2) 1012055 Íþróttamaður og íþróttakona ársins 2010

Kjör íþróttamanns ársins fer fram á Gamlársdag í Saltfisksetri Íslands. Athöfnin hefst kl. 13:00. Eru allir bæjarbúar velkomnir til að vera við þessa athöfn.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:35


Magnús Már Jakobsson
Jóna Rut Jónsdóttir
Þórunn Erlingsdóttir
Benóný Harðarson
Páll Axel Vilbergsson

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 16. janúar 2019

Fundur 1504

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2019

Fundur 79.

Bćjarráđ / 9. janúar 2019

Fundur 1503

Frćđslunefnd / 6. desember 2018

Fundur 82

Frćđslunefnd / 7. nóvember 2018

Fundur 81

Bćjarstjórn / 18. desember 2018

Fundur 491

Skipulagsnefnd / 10. desember 2018

Fundur 49

Skipulagsnefnd / 3. desember 2018

Fundur 48

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2018

Fundur 78.

Bćjarráđ / 11. desember 2018

Fundur 1502

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75