Sex Grindvíkingar útskrifuđust úr FSS

  • Fréttir
  • 20. desember 2010

Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram laugardaginn 18. desember. Að þessu sinni útskrifaðist 61 nemandi, þar af 6 úr Grindavík.

Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Ingunn Þorsteinsdóttir nýstúdent frá Grindavík flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra.

Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Meðal annars fékk Grindvíkingurinn Ingunn Þorsteinsdóttir viðurkenningar fyrir árangur sinn í efnafræði og líffæra- og lífeðlisfræði.

Hér má sjá nokkrar myndir af Grindvíkingum við útskriftina síðasta laugaradag.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir