Fimm grindvísk verkefni fengu styrk úr Menningarráđi Suđurnesja

  • Fréttir
  • 19. desember 2010

Menningarráð Suðurnesja úthlutaði fyrir helgi styrkjum til 34 menningarverkefna á Suðurnesjum, samtals að upphæð 15 milljónir króna. Hæstu styrkir námu 1,0 milljón króna en lægsti styrkurinn var 75 þúsund krónur.

Alls bárust menningarráðinu 70 styrkumsóknir í þetta skipti og er það talsverð fækkun frá því að síðast var úthlutað, en þá bárust 105 umsóknir. Fimm verkefni komu í hlut grindvískra aðila að þessu sinni.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum undirrituðu 11. júní 2010 samning við menntamála-ráðherra og iðnaðarráðherra um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum um menningarmál. Tilgangur samningsins er að efla menningarstarf á Suðurnesjum og beina stuðningi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum við slíkt starf í einn farveg.

Þetta er fjórða úthlutun  Menningarráðs Suðurnesja en það er skipað fulltrúum allra sveitarfélaganna fimm.

Af umsóknum og úthlutunum má ráða að menningarstarf á Suðurnesjum er blómlegt og víða að finna kraftmikla nýsköpun, hvort heldur er á sviði lista eða menningartengdrar ferðaþjónustu. Samstarfsverkefnum sveitarfélaganna fjölgar ekki, en þau sem halda áfram hafa fest sig í sessi og hafa mikið menningarlegt gildi fyrir Suðurnes auk þess sem þau hafa vakið athygli langt út fyrir Suðurnes.

Úthlutunin fór fram við hátíðlega athöfn í Víkingaheimum í Reykjanesbæ að viðstöddum styrkþegum og fjölda annarra gesta.

Eftirfarandi grindvísk verkefni fá styrk frá Menningarráði Suðurnesja.

Margrét Gísladóttir f.h. Bókasafns Grindavíkur - 500.000 kr. v/ vinnu við ljósmyndasafn Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar.
Grindavík Experience - 300.000 kr. v/ Jólabærinn Grindavík.
Kristinn Benediktsson ljósmyndari - 300.000 kr. v/ ljósmyndasýningar; Frá veiðum til markaðar.
Grindavíkurbær - 300.000 kr. v/ menningar- og sögutengdrar gönguhátíðar um verslunarmannahelgina.
Slysavarnardeildin Þorbjörn - 200.000 kr. v/ útgáfu á 80 ára sögu deildarinnar.

Eftirfarandi sameiginleg verkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum fengu styrk:

Safnahelgi á Suðurnesjum - 1.000.000 kr.
List án landamæra - 1.000.000 kr.
Rokkstokk 2011 - 600.000 kr.
Baðstofudagar og Sagnanótt á Suðurnesjum - 500.000 kr.

Tónlistarskólarnir á Suðurnesjum v/ samspilstóleika - 250.000 kr.

Á myndinni eru fulltrúar þeirra grindvísku verkefna sem fengu styrki.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!