Jólabćrinn Grindavík: Jólasveinninn, vöfflukaffi og trúbador

  • Fréttir
  • 17. desember 2010

Jólabærinn Grindavík er kominn á fullt og verður ýmislegt um að vera í dag. Vöfflukaffi verður á bæjarskrifstofunum frá kl. 13-15. Bæjarbúum er boðið í vöfflu með rjóma og heitt súkkulaði. Hægt er að jólaföndra á bókasafninu og í verslunarmiðstöðinni kemur jólasveinn í heimsóknkl. 17 að gleðja ungviðið.

Pálmar Örn Guðmundsson trúbador tekur lagið fyrir gesti og gangandi í verslunarmiðstöðinni og er opið til kl. 19.

Aðal-braut: Fjölskyldutilboð 1.999 kr.: 4 ostborgarar, stór franskar, 4 kokteilsósur og 2ja lítra kók. Allar DVD myndir á 450 kr. Lítill ís í brauðformi á 99 kr. Lítill bragðarefur með tveimur tegundum á 350 kr. GILDIR ALLA HELGINA.

Blómakot: Leiðisgreinar, krossar og full búð af fallegri gjafavöru. Opið frá kl. 15-21.

Bryggjan: Einar Kárason rithöfund

Hársnyrtistofan Rossini: Jólatilboð á jólapakkningum frá Bed Head. 10-40% afsláttur af völdum vörum frá
Bed Head frá og með 16 desember.

Aþena: 10% aflsláttur af lopa. Opið 12-19.

MÓTTAKA Á JÓLAGJÖFUM: 15.-18. desember verða Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Kvenfélag Grindavíkur og Saltfisksetur Íslands með móttöku á jólagjöfum handa þeim sem minna hafa um jólin í Grindavík. Jólagjöfum verður safnað undir tréð í Saltfisksetrinu og munu jólasveinarnir koma þeim til skila á aðfangadag. Vinsamlega merkið gjafirnar hvoru kyninu og hvaða aldri þær henta.

Til stendur að verðlauna best skreytta húsið í Grindavík í tilefni af Jólabænum Grindavík. Óskað er eftir tilnefningum, sendið á heimasidan@grindavik.is. Síðasti möguleiki til að tilnefna er næsti sunnudagur, 19. des. kl. 15:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir