Einar Kára og Guđni Th. á Bryggjunni

  • Fréttir
  • 17. desember 2010

Einar Kárason rithöfundur og Guðni  Th. Jóhannesson sagnfræðingur verða á Bryggjunni í kvöld kl. 21 þar sem þeir lesa úr glæ nýjum verkum sínum. Anton Þór Sigurðsson söngvari syngur létt lög en hann hefur lært söng að undanförnu hjá Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara.

Einar les upp úr nýrri bók, Poppkorn, sem hann hefur skrifað við ljósmyndir Sigurgeirs Sigurjónssonar. Sjöundi og áttundi áratugurinn var vellandi suðupottur nýrra hugmynda um tísku, menningu og viðhorf. Hér er haldið á vit minninganna með einstæðum ljósmyndum Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara og minningabrot Einars Kárasonar kallast á við myndefnið svo að úr verður glæsilegur og skemmtilegur aldarspegill.

Guðni Th. Jóhannesson les upp úr bókinni Gunnar Thoroddsen - Ævisaga en þetta er mögnuð og einlæg frásögn af lífshlaupi eins litríkasta og merkasta stjórnmálaforinga Íslands

Gunnar Thoroddsen setti sér ungur háleit markmið og náði þeim flestum. Hann varð vinsæll stjórnmálaleiðtogi en var jafnframt umdeildur, ekki síst innan Sjálfstæðisflokksins, enda laut hann illa ströngum flokksaga og fór eigin leiðir ef samviskan bauð.

Verkið er að miklu leyti byggt á opinskáum og einlægum einkaheimildum Gunnars, meðal annars dagbókum sem hann færði samviskusamlega frá ungum aldri til æviloka og trúði fyrir sínum innstu hugrenningum. Ævisagan birtir því áhrifamikla mynd af manninum og varpar um leið nýju ljósi á átök og atburði á sögulegum umbrotatímum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun