Litlu jól og jólaball á unglingastigi

  • Grunnskólinn
  • 15. desember 2010

Litlu jól og jólaball á unglingastigi verða fimmtudaginn 16. desember. Allir nemendur í 6. - 10. bekk taka þátt í jólatrésskemmtun á sal stundvíslega kl. 18.30 - 18.50. Litlu jólin fara fram í stofum með umsjónarkennurum kl. 19.00 - 20.00. Þessi litlu jól verða ekki hefðbundnir jólapakkar. Þess í stað ætla allir nemendur á unglingastiginu að gefa kr.500 til góðgerðamála í Grindavík. Umsjónarkennarar sjá um að safna saman peningunum hver hjá sínum bekk. Nemendaráð mun síðan afhenda heildarupphæðina á Saltfisksetrinu laugardaginn 18.desember.

 Jólaball er frá kl. 20.00 - 24.00 (6. og 7.bekkir mega vera til kl. 22.30).
 Foreldrar eiga að sækja börn sín að loknum dansleik.
 Skyldumæting er hjá nemendum á litlu jól - óheimil fjarvist ef þeir mæta ekki án leyfis foreldra.
 Venjulegar skólareglur gilda á balli - Símar ekki leyfðir. Ef einhver nemandi þarf nauðsynlega að hringja, þá eiga þeir að ræða við starfsfólk á ballinu. Einnig þarf vart að taka það fram að meðferð og notkun tóbaks(einnig munntóbak) og annarra vímuefna er ekki leyfileg.
 Því miður er ekki hægt að heimila eldri nemendum að koma á skólaballið.
 Foreldrar eru velkomnir.
 Nemendum verður ekki hleypt út á meðan jólaball stendur yfir.
 Foreldrar láti umsjónarkennara/starfsfólk vita ef eitthvað sérstakt er (lyf, veikindi o.sv.frv.)
 Hægt er að bjóða gesti á grunnskólaaldri - Viðkomandi foreldri/forráðamaður þarf að tilkynna það til deildarstjóra unglingastigs sem fer yfir ábyrgð og skólareglur.

Skóli byrjar aftur eftir áramót mánudaginn 3. janúar kl. 8.00.

Góða skemmtun og gleðileg jól!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir