Grindavík tekur ţátt í nýju fótboltamóti

  • Fréttir
  • 14. desember 2010

Í janúar og febrúar mun Fótbolta.net mótið fara fram í meistaraflokki karla. Um er að ræða nýtt æfingamót sem Fótbolti.net stendur fyrir en mörg af sterkustu liðum landsins taka þátt, þar á meðal Grindavík.  Segja má að búið sé að endurvekja gamla Faxaflóamótið.

Fyrsta mót ársins er jafnan Reykjavíkurmótið þar sem lið innan borgarinnar taka þátt. Ekkert slíkt mót hefur verið fyrir lið utan Reykjavíkur og Fótbolti.net fékk þá hugmynd að búa til mót fyrir lið utan Reykjavíkur á sama tíma og Reykjavíkurmótið fer fram.

Sex félög úr Pepsi-deildinni, Breiðablik, FH, Grindavík, ÍBV, Keflavík og Stjarnan, munu taka þátt í mótinu sem og ÍA og HK sem leika í 1. deildinni. Leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum og í byrjun febrúar verður síðan leikið um sæti.

Því má búast við mjög sterku móti enda voru þrjú af þessum liðum, Breiðablik, FH og ÍBV þremur efstu sætum Pepsi-deildarinnar í sumar og þar á meðal eru liðin sem unnu stóru titlana í haust, Íslandsmeistarar Breiðabliks og bikarmeistarar FH.

Félag deildardómara mun sjá um dómgæslu á mótinu en dómarar tóku mjög vel í að taka þátt í að dæma á þessu nýja móti.

Hér að neðan má sjá riðlaskiptingu mótsins og drög að leikjaniðurröðun. Nánar verður síðan fjallað um mótið á Fótbolta.net í byrjun næsta árs.

--------------------------------------------------------------------------------

A-riðill:
Breiðablik
Grindavík
HK
Keflavík

B-riðill:
FH
ÍA
ÍBV
Stjarnan

--------------------------------------------------------------------------------

Laugardagur 15.janúar:
HK - Grindavík 10:00 (Kórinn)
Keflavík - Breiðablik 10:00 (Reykjaneshöll)
ÍA - FH 11:00 (Akraneshöllin)
Stjarnan - ÍBV 11:45 (Kórinn)

Laugardagur 22.janúar:
ÍA - ÍBV 11:15 (Akraneshöll)
Stjarnan - FH 11:45 (Kórinn)

Þriðjudagur 25.janúar:
Breiðablik - HK 18:00 (Kórinn)

Miðvikudagur 26.janúar:
Keflavík - Grindavík 17:30 (Reykjaneshöll)

Laugardagur 29.janúar:
Keflavík - HK 10:00 (Reykjaneshöll)
Stjarnan - ÍA 10:00 (Kórinn)
Breiðablik - Grindavík 11:00 (Fífan)
FH - ÍBV 11:45 (Kórinn)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir