Fundur nr. 70

  • Menningar- og bókasafnsnefnd
  • 14. desember 2010

Ár 2010, mánudaginn 13. desember var haldinn 70. fundur í menningar- og bókasafnsnefnd Grindavíkur. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofunni og hófst kl. 15:00

Mætt: Valdís Kristinsdóttir formaður, Kristín Gísladóttir og Halldór Lárusson. Einnig sat fundinn Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. 1008068 - Málefni bókasafns.
Á fundinn mætti Margrét Gísladóttir forstöðumaður bókasafnsins. Fór hún yfir helstu áherslur í niðurskurðartillögum bæjarstjórnar. Farið verður út í að gefa út bókasafnsskírteini, gegn gjaldi, á nýju ári. Um 1150 lánþegar eru nú skráðir hjá bókasafninu. Skírteinið mun gilda í öll bókasöfn á Suðurnesjum.

Bókasafnið hefur fengið styrk að upphæð 900.000 kr., 400.000 kr. frá Þjóðhátíðarsjóði og 500.000 kr. frá Menningarráði Suðurnesja til að vinna ljósmyndasafn Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar á tölvutækt form. Farið verður í það á nýju ári í samvinnu við Ólaf Rúnar.

Bókmenntakvöld bókasafnsins gekk vel þó svo aðsókn hefði mátt vera meiri.

2. 1012039 - Breytingar á Bókasafni Grindavíkur.
Nefndinni hefur verið falið að kanna kosti og galla þess að sameina skóla- og almenningsbókasafn Grindavíkur. Skoða skal hvort það geti leitt til hagræðingar jafnt í skólastarfi og almennri þjónustu.
Samþykkt að fela Margréti Gísladóttir forstöðumanni almenningsbókasafnsins, Fanney Pétursdóttur skólabókasafnsfræðingi og Kristni Reimarssyni frístunda- og menningarfulltrúa að vinna þessa úttekt.

3. 1012030 - Styrkúthlutun Menningarráðs Suðurnesja.
Úthlutunarathöfn verður í Víkingaheimum í Reykjanesbæ fimmtudaginn 16. desember og hefst kl. 18:00. Grindavíkurbær fær 300.000 kr. styrk vegan menningar- og sögutengdrar gönguhátíðar um Verslunarmannahelgina. Öðrum styrkumsóknum var hafnað. Fjórir styrkir fengust í sameiginleg verkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

4. 1012042 - Þrettándagleði 2011.
Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og undanfari ár. Dagskrá hefst í Kvennó og endar síðan við Saltfisksetrið.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 16:00.

Kristín Gísladóttir
Valdís Kristinsdóttir
Halldór Lárusson

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. febrúar 2018

Fundur 25

Bćjarráđ / 20. febrúar 2018

Fundur 1472

Skipulagsnefnd / 19. febrúar 2018

Fundur 38

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. febrúar 2018

Fundur 26

Bćjarráđ / 13. febrúar 2018

Fundur 1471

Bćjarráđ / 7. febrúar 2018

Fundur 1470

Bćjarstjórn / 31. janúar 2018

Fundur 480

Bćjarráđ / 24. janúar 2018

Fundur 1469

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2018

Fundur 37

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. janúar 2018

Fundur 23

Bćjarráđ / 17. janúar 2018

Fundur 1468

Frćđslunefnd / 11. janúar 2018

Fundur 71

Bćjarráđ / 3. janúar 2018

Fundur 1467

Bćjarstjórn / 20. desember 2017

Fundur 479

Bćjarráđ / 13. desember 2017

Fundur 1466

Afgreiđslunefnd byggingamála / 12. desember 2017

Fundur 22

Skipulagsnefnd / 12. desember 2017

Fundur 36

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 68

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 67

Frćđslunefnd / 5. desember 2017

Fundur 70

Bćjarstjórn / 29. nóvember 2017

Fundur 478

Bćjarráđ / 22. nóvember 2017

Fundur 1464

Skipulagsnefnd / 21. nóvember 2017

Fundur 35

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. nóvember 2017

Fundur 21

Bćjarráđ / 15. nóvember 2017

Fundur 1463

Frćđslunefnd / 14. nóvember 2017

Fundur 69

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. nóvember 2017

Fundur 25

Bćjarráđ / 8. nóvember 2017

Fundur 1462

Bćjarstjórn / 1. nóvember 2017

Fundur 477

Skipulagsnefnd / 27. október 2017

Fundur 34