Grindavík skellti KR

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2010

Grindavík komst aftur upp í 2. sæti Iceland Express deildar karla eftir tíu stiga sigur á KR, 87-77, í Röstinni í Grindavík í kvöld. KR hafði unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni en tókst ekki að vera fyrsta útiliðið til að vinna í Grindavík. Bæði lið áttu mjöguleika á því að ná öðru sætinu með sigri.

Ómar Sævarsson var mjög öflugur í liði Grindavíkur í kvöld með 19 stig og 11 fráköst en Jeremy Kelly var stigahæstur með 20 stig. Páll Axel Vilbergsson skoraði 15 stig og Ryan Pettinella var með 10 stig og 11 fráköst.

Marcus Walker skoraði 19 stig fyrir KR, Pavel Ermolinskij var með 14 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar og Hreggviður Magnússon skoraði 12 stig.

Grindvíkingar voru með frumkvæðið framan af leik, komust í 5-2, 12-8 og 14-10 en KR-ingar skoruðu þá átta stig í röð og voru á endanum með tveggja stiga forustu eftir fyrsta leikhluta, 23-21.

KR-liðið komst síðan mest átta stigum yfir í öðrum leikhlutanum, 37-29, en þá fór Grindavíkurliðið í gang, skoraði átta stig í röð og jafnaði leikinn. KR var síðan með þriggja stiga forskot í hálfleik, 42-39, efrir að Brynjar Þór Björnsson endaði hálfleikinn á þriggja stiga körfu.

Þriðji leikhlutinn var æsispennandi þar sem liðið voru að skiptast á því að ná forustunni þar til að Grindvíkingar skoruðu níu stig í röð og komust í 64-57. Grindavík var síðan fimm stigum yfir, 65-60, fyrir lokaleikhlutan.

KR minnkaði muninn í tvö stig, 65-63, í upphafi leikhlutans en Grindavík svaraði með sjö stigum í röð og var komið með 72-63 forskot. Þorleifur Ólafsson skoraði fimm stig á þessum kafla og Grindvíkingar voru komnir með góð tök á leiknum sem þeir héldu til enda að því er segir á Vísi.

Grindavík-KR 87-77 (39-42)

Stig Grindavíkur: Jeremy Kelly 20, Ómar Örn Sævarsson 19/11 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 15/5 fráköst, Ryan Pettinella 10/11 fráköst/5 varin skot, Ólafur Ólafsson 9/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7/6 stoðsendingar, Guðlaugur Eyjólfsson 7.

Stig KR: Marcus Walker 19/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 14/11 fráköst/7 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 12/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8, Fannar Ólafsson 7/6 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6/6 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3/4 fráköst.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir