Járngerđur komin út

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2010

Járngerður, fréttabréf Grindavíkurbæjar, verður borið í öll hús í dag. Það er stútfullt af skemmtilegu og fróðlegu efni. Járngerði er einnig hægt að nálgast hér.  Uppistaðan í blaðinu er ítarleg kynning á niðurstöðum hugmyndasmiðju um hjarta og miðbæ Grindavíkur en þar kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós.

Viðtal er við tvo starfsmenn Grindavíkurbæjar sem eru með lengstan starfsaldur en það eru kennararnir Stefanía Ólafsdóttir og Bjarnfríður J. Jónsdóttir. Fyrirsögn viðtalsins er: ,,Ekki hægt að finna betra og skemmtilegra starf." Sagt frá skemmtilegu uppátæki bræðranna á kaffihúsinu Bryggjunni en þeir hafa sett upp skilti með nöfnum aflakónga í Grindavík. Þá er púlsinn tekinn á handverksfélaginu sem hefur fengið nafn, nýr þáttur hefur göngu sína sem nefnist Einu sinni var. Sagt er frá heimsókn Ólympíufara til Grindavíkur, MSS, hlaupadrottningum, heimsókn ferðamálaráðherra, Degi íslenskrar tungu og ýmsu öðru.

Forsíðuna prýðir mynd af fjórum þjálfurum, tekin á bryggjukantinum, en sú skemmtilega en jafnframt einstaka staða er komin upp að þjálfarar og aðstoðarþjálfarar karlaliða Grindavíkur í knattspyrnu og körfuknattleik eru heimamenn sem jafnframt hafa verið í fremstu röð sem leikmenn. Ritstjóri Járngerðar er Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunafulltrúi Grindavíkurbæjar.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál