Grindavík tekur á móti KR

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2010

Sannkallaður risaslagur er í Röstinni í kvöld þegar Grindavík tekur á móti KR í úrvalsdeild karla í körfubolta í níundu umferð deildarinnar. Bæði lið eru með 12 stig eftir 6 leiki en sigurliðið í þessum leik fer upp í 2. sætið, tveimur stigum á eftir toppliði Snæfells. Því er mikið í húfi og ástæða til að hvetja Grindvíkinga að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á sínum mönnum.

Grindavík getur teflt fram nánast sínu sterkasta liði en meiðsli hafa reyndar sett strik í reikninginn að undanförnu og nýr Kani er að komast betur inn í leik liðsins. KR-ingar eru með hörku lið og þarna mætast því stálin stinn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir