Undanúrslitum lokiđ

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2010

Nú er ljóst að 6. bekkingar munu keppa til úrslita í spurningakeppni miðstigs. Það var ljóst eftir undanúrslitin þar sem 6.-S lagði 6.-U að velli og 6.-P lagði 7.-R að velli. Keppnin fór vel fram að vanda og keppendur lögðu sig fram.

Ákveðið var að breyta til í undanúrslitunum og í stað þess að teikna sögupersónur var keppendum falið að tilnefna leikara sem átti að túlka atburði sem skipuleggjendur keppninnar ákváðu og mæltist það vel fyrir.
Eins og áður var áhersla lögð á höfundinn Astrid Lindgren, goðafræði og þjóðsögur og sögurnar um Narníu eftir C. S. Lewis og urðu keppendur að vera sérfræðingar í þessum greinum til að ná árangri.
Lokakeppnin fer síðan fram í næstu viku og verður nánar greint frá úrslitum hennar þegar að því kemur.

 

Leikurinn

 

Hvað skyldu hún vera að leika?

 

Boris, Katla Marín og Ingvar kepptu fyrir 7.-R


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!