Lestrarsprettur í Hópsskóla

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2010

Í þessari viku hafa nemendur í Hópsskóla tekið þátt í lestrarspretti Hópsskóla. Yfirheitið er sjóræningjar en fyrirkomulagið er fólgið í því að nemendur eiga að vera duglegir að lesa heima á hverjum degi. Fyrir hverja bók sem nemandi les fær hann gullpening sem hann setur í fjársjóðskistu.

Hann Pálmi Þrastarson var að skila peningi í sjóræningjakistuna þegar umsjónarmann bar að garði. Hann var búinn að skrifa nafn bókarinna á peninginn og fannst þetta gaman. „Ég las 3 bækur í gær og ég ætla að reyna að lesa 4 bækur í dag," sagði hann. Alvöru keppnis í gangi þar.
Áherslurnar eru misjafnar eftir árgöngum en í 1. bekk er lögð áhersla á að foreldrar lesi fyrir börnin sín en í 2. og 3. bekk vinna nemendur í því að auka leshraða sinn.
Kennarar leggja áherslu á að mikilvægt er að foreldrar fylgi þessum lestri eftir heima, hlusti og kvitti fyrir lesturinn.
Spretturinn stendur fram á föstudaginn 3. desember og lýkur með sjóræningjahátíð á sal. Nemendur og starfsmenn mega þá mæta í einhverju eða með eitthvað sem tengist sjóræningjum. Allir þá viðurkenningaskjal fyrir þátttökuna.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!