Námskeiđ fyrir stjórnendur hlutastarfsandi slökkviliđa

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2010

Helgina 19. til 21. nóvember var haldið námskeið á vegum Brunamálaskólans hjá Slökkviliði Grindavíkur fyrir stjórnendur hlutastarfandi slökkviliða. Þátttakendur voru einnig slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Sandgerðis og Brunavörnum Árnessýslu. Kennarar á þessu námskeiði voru Pétur Valdimarsson frá Brunamálastofnun, Guðmundur K Halldórsson varðstjóri hjá SHS og Friðrik Þorsteinsson.

Nám fyrir stjórnendur hlutastarfandi slökkviliða er 30 kennslustundir og er farið yfir ýmis verkefni sem stjórnendur þurfa að leysa við mjög mismunandi aðstæður. Listinn er langur og nánast ógerlegt að nefna það allt í smáatriðum en að þessu sinni var meðal annars farið yfir valdsvið og skyldur, stjórnun, fjarskipti, reykköfun vatnsöflun, björgunarklippur, eiturefni og slökkviáætlanir sem er stór þáttur í starfi slökkviliða. Mikilvægt er að vera undirbúinn fyrir stórar áhættur sem felast meðal annars í gerð viðbragðsáætlana. Á námskeiðinu voru gerðar viðbragðsáætlanir í formi skrifborðsæfinga.

Það er mjög lærdómsríkt fyrir slökkviliðsmenn að sækja námskeið til annara liða til að kynnast misjöfnum aðstæðum. Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði Grindavíkur hafa verið mjög virkir að sækja námskeið hjá Brunamálaskólanum og eru alls þrettán slökkviliðsmenn búnir á afla sér löggildingar fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn hjá umhverfisráðherra og er það mjög hátt hlutfall meðal slökkviliða.

Myndirnar voru teknar á námskeiðinu um síðustu helgi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!