Fóru illa ađ ráđi sínu

  • Fréttir
  • 22. nóvember 2010

Grindavík fór illa að ráði sínu gegn Hamri að Ásvöllum í kvöld. Grindavík hafði 17 stiga forskot í hálfleik, 42-25, en tókst engu að síður að missa forskotið niður og tapa með tveggja stiga mun, 78-76. Ólafur Ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga með 19 stig, nýi Kaninn Jeremy Kelly 17 og Páll Axel Vilbergsson 15.

Hamar jafnaði metin þegar 24 sekúndur voru til leiksloka. Andrey Dabney tryggði Hamri sigurinn með því að setja niður 2ja stiga skot tveimur sekúndum fyrir leikslok. Páll Axel átti síðasta orðið en skot hans geigaði og tap því staðreynd.

Eftir frábæra byrjun hefur aðeins hallað undan færi, ekki síst eftir Kanaskiptin.

Staðan í deildinni er þessi:

1. Snæfell 8 7 1 789:731 14
2. KR 8 6 2 809:687 12
3. Grindavík 8 6 2 718:637 12
4. Stjarnan 8 5 3 699:670 10
5. Keflavík 8 5 3 701:682 10
6. Fjölnir 8 4 4 727:714 8
7. Hamar 7 4 3 585:581 8
8. Haukar 8 3 5 690:739 6
9. KFÍ 7 2 5 668:719 4
10. Tindastóll 8 2 6 623:708 4
11. Njarðvík 8 2 6 607:695 4
12. ÍR 8 1 7 698:751 2


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir