Hvađa leiđ ferđ ţú í skólann?

  • Fréttir
  • 22. nóvember 2010

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri bauð nemendum í 2. H á nokkurs konar vinnufund á bæjarskrifstofunum í morgun. Þar voru nemendurnir beðnir að merkja og skrá inn á kort hvernig þau fara í skólann, þ.e. í bíl, gangandi eða hjólandi, hvaða leið þau fara til og frá skólanum og hvar þau leika sér helst eftir að skóla lýkur eða á sumrin. Tilgangurinn með þessu er safna saman upplýsingum til þess að efla umferðaröryggi í Grindavík.

Ýmislegt fróðlegt kom fram hjá krökkunum en langflestum þeirra í 2. H er ekið í skólann. Eftir vinnufundinn var krökkunum að sjálfsögðu boðið upp á smá veitingar. Á næstu dögum munu fleiri bekkir koma í heimsókn til Róberts bæjarstjóra, bæði úr Hópsskóla og Grunnskóla.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir