Kosningar til stjórnlagaţings 2010

  • Fréttir
  • 22. nóvember 2010

Kjörskrá í Grindavíkurbæ vegna kosninga til stjórnlagaþings sem fram fara 27. nóvember 2010 liggur frammi á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar fram að kjördegi. Kjörskrá miðast við lögheimili manna þann 6. nóvember síðastliðinn. Hver sem er getur gert athugasemdir við bæjarstjórn um að nafn einhvers vanti á kjörskrá eða sé þar ofaukið. Slíkar athugasemdir er heimilt að gera fram á kjördag.

Kjörfundur verður í Hópsskóla 27. nóvember frá kl. 10:00 - 22:00. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki.

Einnig skal kjósendum bent á að heimilt er að koma með útfylltan seðil með sér á kjörstað, sem má leggja við hlið kjörseðilsins og færa tölurnar á milli. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag kosninganna eru á www.kosning.is  

 Yfirkjörstjórn Grindavíkurbæjar


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir