Dregiđ í töfluröđ

  • Fréttir
  • 20. nóvember 2010

Í dag var dregið í töfluröð fyrir næsta sumar í Pepsideild karla og kvenna í fótboltanum. Bæði Grindavíkurliðin fengu útileiki í 1. umferð. Karlalið Grindavíkur byrjar á því að sækja Fylki heim en 1. umferð verður leikin 1. maí. Kvennalið Grindavíkur mætir Val á útivelli í 1. umferð.

Fyrsti heimaleikur Grindavíkur í Pepsideild karla er gegn Val en stelpurnar mæta Þór/KA í fyrsta heimaleik.

Grindavík hefur átt fulltrúa á landsliðsæfingum í fótboltanum að undanförnu. Um síðustu helgi var Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir á landsliðsæfingum með U17 stúlkna og Sara Helgadóttir með U19. Um þessa helgi eru Gunnar Þorsteinsson og Daníel Leó Grétarsson á landsliðsæfingum með U17 drengja.

Félögin sem undirgangast leyfiskerfið virðast ætla að halda uppteknum hætti frá síðasta ári hvað varðar skil á leyfisgögnum, og skila snemma. Leyfisferlið hófst síðasta mánudag og á fimmtudag bárust gögn frá fyrstu tveimur félögunum - Pepsi-deildarfélögum Grindavíkur og Vals.

Sjá nánar á www.ksi.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir