Vel heppnađ sagnakvöld

  • Fréttir
  • 19. nóvember 2010

Í gærkvöld var haldið í Saltfisksetrinu sagnakvöld sem hluti af verkefninu Baðstofuvikur á Suðurnesjum. Kvöldið hófst á því að Ellert Grétarsson ljósmyndari leiddi gesti um stórbrotna náttúru Krýsuvíkur með glæsilegri myndasýningu en Ellert hefur tekið fjölda mynda af þessu svæði og er tilbúinn með efni í heila ljósmyndabók.

Á eftir honum fjallaði Ómar Smári Ármannsson um sögu brennisteinsvinnslu og byggðar í Krýsuvík og var það erindi afar áhugavert og fræðandi. Talið er að á árunum 1724 - 1729 hafi tveir Þjóðverjar, Holzman og Sechmann, byrjað að taka brennistein úr „Krisuvík". Þegar Innréttingar Skúla Magnússonar voru stofnaðar um miðja átjándu öld var komið upp húsi í Krýsuvík til að vinna brennistein á Íslandi og er síðan talið er að brennisteinsvinnsla hafi svo verið unnin í Krýsuvík, með hléum þó, allt til ársins 1885.

Í lokin gerði Óskar Sævarsson grein fyrir uppbyggingu þjónustumiðstöðvar í Seltúni og þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á því svæði á næsta ári.

Um 40 manns voru mætt á sagnakvöldið. Verkefnið Baðstofuvikur er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.

Efsta mynd: Sagnameistarar gærkvöldsins, Ómar Smári, Ellert og Óskar.

Ein af myndum Ellerts.

Ný þjónustumiðstöð í Seltúni.

Gömul mynd úr Krýsuvík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!