Ferđamálaráđherra heimsótti ferđaţjónustuađila í Grindavík

  • Fréttir
  • 18. nóvember 2010

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sem jafnframt er ráðherra ferðamála, heimsótti Grindavík í dag áður en hún hélt í Bláa lónið á fund um heilsuferðaþjónustu. Katrín kom við í Saltfisksetrinu, Stakkavík, Fjórhjólaævintýri og Eldfjallaferðum. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri tók á móti ráðherranum.

Katrín fór í gegnum sýningu Saltfisksetursins, fór í Stakkavík þar sem er að finna nýjung í ferðaþjónustu á Íslandi, heimsótti Fjórhjólaævintýri og settist þar undir stýri á einu hjólinu og lauk svo heimsókninni í Flagghúsinu hjá Eldfjallaferðum en þetta eru nokkrir af þeim öflugum aðilum sem eru í ferðaþjónustunni í Grindavík.

Katrín var mjög hrifin af því öfluga starfi sem hér fer fram og lofaði að koma aftur í heimsókn til Grindavíkur og gefa sér meiri tíma til þess að skoða það sem hér er boðið upp á í ferðaþjónustu.

Myndirnar eru frá heimsókninni í dag.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir