Námskeiđ í konfektgerđ

  • Fréttir
  • 12. nóvember 2010

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í Grindavík hefur fengið Hilmi Þór Kolbeins til að halda námskeið í konfektgerð dagana 16. og 17. nóvember og 30. nóvember og 1. desember. Hvert námskeið er fjórar kennslustundir. Þátttakendur eru leiddir inn í leyndardóminn um hvernig á að búa til dýrindis konfekt

 

 

Farið er í gerð fyllinga og meðhöndlun á súkkulaði(temprun). Afrakstur námskeiðs um 30 Mozartkúlur, 30 trufflur, 30 karamellufylltir molar og ein súkkulaðiskál tekur hver og einn með sér heim. Námskeiðið er haldið í matreiðslustofu Grunnskólans í Grindavík og kostar 8900 kr. á mann og er allur efniskostnaður innifalinn. Skráning á www.mss.is,  gudrunjona@mss.is  eða í síma 412-5967


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir