Húshólmi nýtt rit á vegum Ferđamálafélags Grindavíkur

  • Fréttir
  • 19. júlí 2005

Ferđamálafélag Grindavíkur hefur gefiđ út rit um Húshólma - merkilegur stađur í umdćmi Grindavíkur. Í ţví er m.a. fjallađ um sögu hólmans, minjarnar, sem í honum eru, tengsl viđ nálćga minjastađi, aldur minjanna og Ögmundarhrauns er umlykja ţćr, ađkomur, hugleiđingar um fólkiđ, verndun og nýtingu svćđisins til framtíđar.
Rústa í Húshólma, Gömlu Krýsuvík, hefur veriđ getiđ í heimildum frá ţví um 1607. Ţćr eru taldar vera frá ţví fyrir 900 og jafnvel frá upphafi landnáms hér á landi. Litlar rannsóknir hafa veriđ gerđar á svćđinu, en í ritinu eru ţćr m.a. raktar.
Ritiđ verđur til sölu í Saltfisksetri Íslands í Grindavík.Ferđamálafélag Grindavíkur hefur áđur gefiđ út rit um Selatanga í sama ritflokki. Ţađ er nú ađ verđa uppselt, enda fengiđ mjög góđar viđtökur. Stefnt er ađ ţví ađ gefa auk ţess út rit um ţađ sem merkilegt getur talist í Ţórkötlustađahverfi, Járngerđarstađahverfi og Stađarhverfi međ tilheyrandi uppdráttum og lýsingum.
Ritin eru einkum ćtluđ ferđafólki og áhugasömu fólki um hina merku sögu, duldu minjar og stórbrotnu náttúru í umhverfi Grindavíkur. Upplýsingarnar glćđa gömul svćđi nýju lífi.
 
 
 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!