Hćttir eftir hálfrar aldar starf hjá póstinum

  • Fréttir
  • 29. október 2010

Í dag er síðasti vinnudagur Kolbrúnar Einarsdóttur stöðvarstjóra Íslandspósts í Grindavík þar sem hún er komin á eftirlaun.  Kolbrún hóf fyrst störf hjá Pósti og síma 1959 og hefur því unnið í rúma hálfa öld við póstafgreiðslu í bænum en með smá hléum. Hún segir að það hafi verið tilhlökkun á hverjum einasta degi alla tíð að mæta í vinnuna.

Þegar Kolbrún hóf fyrst störf hjá Pósti og síma var sjálfvirka símkerfið ekki komið til sögunnar og því vann hún m.a. við skiptiborðið þar sem hún sá um að tengja símnotendur saman. En nokkrum árum síðar var Kolbrúnu sagt upp þegar sjálfvirka símkerfið var tekið í notkun.

Eftir barneignir og fleira stúss hóf Kolbrún aftur störf hjá Pósti og síma 1973. Kolbrún segir að á þessum tíma hafi verið nóg að gera og stundum opið lengur á stöðinni á hávertíð svo sjómennirnir gætu komið og hringt heim til sín enda engir farsímar í þá daga.

En 1997 varð stærsta breytingin þegar Pósti og síma var skipt upp og Kolbrún varð starfsmaður Íslandspósts þar sem hún hefur verið stöðvarstjóri mörg undanfarin ár. Þá bar Kolbrún út Morgunblaðið í 30 ár og var umboðsmaður blaðsins í ein 13 ár auk annarrar vinnu.

„Ég hef hugsað um pósthúsið eins og barnið mitt. Þetta hefur verið skemmtilegur tími og alltaf gaman í vinnunni," segir Kolbrún sem var kvödd í síðasta mánuði af yfirmönnum sínum.

Hún er reyndar ekki alveg hætt því hún mun leysa af nokkra daga í næsta mánuði. En fram undan er töluverðar breytingar hjá Íslandspósti í Grindavík því um miðjan janúar flyst afgreiðslan í Landsbankann. Tveimur starfsmönnum Íslandspósts hefur verið sagt upp störfum en póstútburðarfólkið heldur störfum sínum.

Efri mynd: Starfsmenn Íslandspóstsins í Grindavík á síðasta vinnudegi Kolbrúnar í morgun; Dóra Birna Jónsdóttir, Kolbrún Einarsdóttir og Lára Marelsdóttir.

Skemmtileg mynd frá árum áður af starfsmönnum Pósts og símans. Kolbrún er önnur frá hægri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir