Ray og félagar komust áfram

  • Fréttir
  • 27. október 2010

Ray Antonhy Jónsson leikmaður Grindavíkur lék alla leikina með landsliði Filippseyja í undankeppni suðaustur Asíukeppninnar í fótbolta, AFF Suzuki Cup, sem fram fór í Laos nú í lok október en síðasti leikur Ray og félaga var í gær. Filippseyjar tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitakeppni ásamt Laos sem fram fer 1. til 29. desember nk. Óhætt er að segja að Ray sé að taka þátt í miklu ævintýri en hann kemur heim í lok vikunnar og fer svo aftur út í lok nóvember.

Móðir Ray er frá Filippseyjum en hann lék á sínum tíma með U21 árs landsliði Íslands. Filippseyjar eru að byggja upp nýtt landslið og leituðu til Ray sem svaraði kallinu. Hann sótti um vegabréf í Filippseyjum og þegar það var í höfn var honum ekkert að vanbúnaði að taka þátt í mótinu með landsliðinu.

Ray var í byrjunarliði Filippseyja í öllum leikjunum og lék yfirleitt sem vinstri bakvörður. Filippseyjar unnu Timor Leste í fyrsta leiknum 5-0.  Ray átti þátt í einu marka Filippseyja í leiknum.

Í næsta leik lentu Filippseyjar undir gegn Laos 2-0 en tókst að jafna metin í uppbótartíma, úrslitin 2-2. Í lokaleiknum í undanriðlinum gerðu Filippseyjar markalaust jafntefli gegn Kambódíu og máttu Ray og félagar reyndar þakka fyrir að ná stigi. En það dugði til þess að komast í úrslitakeppninna en þrjú lið urðu efst og jöfn. Tvö komust áfram sem voru með bestu markatöluna.

Lokastaðan í undankeppninni varð þessi:
Laos 3 1 2 0 8 3 5
Philippseyjar 3 1 2 0 7 2 5
Kambódía 3 1 2 0 4 2 5
Timor Leste 3 0 0 3 3 15 0

Auk Filippseyja munu landslið Indónesíu, Malasíu, Myanmar, Singapore, Tælands, Víetnams og Laos taka þátt í lokakeppni auðaustur Asíuþjóða í desember en mótið er skipulagt af asíska knattspyrnusambandinu.

Myndbönd frá leikjum keppninnar (þar sem Ray kemur m.a. við sögu), leikskýrslur og nánari upplýsingar má lesa á heimasíðu keppninnar: http://www.affsuzukicup.com


Landslið Filippseyja. Ray er lengst til vinstri í neðri röð.

Myndir: www.affsuzukicup.com


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir