Barnapössun í hugmyndasmiđju um miđbć Grindavíkur á laugardaginn

  • Fréttir
  • 27. október 2010

Athygli er vakin á því að barnapössun verður á laugardaginn kl. 10-12 í Hópsskóla þegar Bæjarstjórn Grindavíkur býður til opinnar umræðu um hvernig er hægt að stuðla að góðum miðbæ í Grindavík en Festi er m.a. hluti af því viðfangsefni. Um hugmyndasmiðju er að ræða. Fjölskyldufólk ætti því að geta mætt og lagt sitt af mörkum til umræðunnar. Barnapössunin verður í Skólaseli í Hópsskóla.

Bæjarstjórn Grindavíkur hyggst hefja skipulagsvinnu um mótun miðbæjar í Grindavík og býður bæjarbúum að taka þátt í að móta hugmyndir og forsendur fyrir þá vinnu, laugardaginn 30. október nk. frá kl. 10-12 í Hópsskóla er því boðið.   Fundarformið býður upp á að allir geti á auðveldan og skemmtilegan hátt tekið þátt og komið sjónarmiðum sínum á framfæri.

Spurt verður: Hvar er hjarta Grindavíkur og hvernig miðbæ viljum við?

Umsjón með fundinum verður í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta.
Íbúar Grindavíkur eru hvattir til að mæta og taka þannig þátt í mótun miðbæjar. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir