Hvar er hjarta Grindavíkur?

  • Fréttir
  • 25. október 2010
Hvar er hjarta Grindavíkur?

Laugardaginn 30. október nk. frá kl. 10-12 verður Grindvíkingum boðið til hugmyndasmiðju í Hópsskóla þar sem verður opin umræða um hvernig er hægt að stuðla að góðum miðbæ í Grindavík en Festi er m.a. hluti af því viðfangsefni. Spurt verður: Hvar er hjarta Grindavíkur og hvernig miðbæ viljum við? Umsjón með fundinum verður í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta.

Bæjarstjórn Grindavíkur hyggst hefja skipulagsvinnu um mótun miðbæjar í Grindavík og býður bæjarbúum að taka þátt í að móta hugmyndir og forsendur fyrir þá vinnu. Fundurinn er haldinn til að fá fram hugmyndir, sjónarmið og ábendingar íbúa. Þannig er verið að virkja þá þekkingu sem þeir einir hafa sem búa og starfa á svæðinu.  Þannig fá bæjarbúar tækifæri til að taka þátt í stefnumótun fyrir svæðin og hafa trú á að hægt sé að leysa úr skipulagsmálum þannig að sem flestir geti orðið sáttir.

Á fundinum verður þess gætt að allir þátttakendur hafi jafna möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Eftir fundinn mun Alta vinna úr skilaboðum íbúafundarins og greina stöðu og möguleika í skipulagi svæðisins. Íbúar Grindavíkur eru hvattir til að mæta og taka þannig þátt í mótun miðbæjar.
Athygli er vakin á því að barnapössun verður á staðnum í Skólaseli.

Nánari upplýsingar veita:
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri. Sími 420 1100, netfang: robert@grindavik.is  
Matthildur Kr. Elmarsdóttir, Alta, verkefnisstjóri. Sími 582 5011, netfang: matthildur@alta.is  


Deildu ţessari frétt