Rann blóđiđ til skyldunnar

  • Fréttir
  • 24. október 2010

Grindavík sækir Hauka heim í kvöld kl. 19:15. Það gladdi marga stuðningsmenn Grindavíkurliðsins þegar tilkynnt var að Guðmundur Bragason hefði tekið að sér að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Guðmundur hefur í gegnum árin verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá félaginu en hann rekur eigið fyrirtæki og hefur því ekki haft tíma til að sinna þjálfuninni af fullum krafti og þess vegna ávallt gefið það frá sér að taka við liðinu. Þegar Helgi Jónas Guðfinnsson var ráðinn þjálfari karlaliðsins í sumar var mikilvægt að fá reynslubolta í brúna með honum og svaraði Guðmundur kallinu þegar til hans var leitað.

„Það má segja að mér rann blóðið til skyldunnar. Ég var búinn að segja þeim að ég gæti eitthvað hjálpað til og þetta varð niðurstaðan. Ég mun reyna að miðla af reynslu minni og hjálpa Helga Jónasi að koma þessu af stað. Ég get ekki verið á hverri einustu æfingu en mæti á eins margar og ég get og verð í öllum leikjum ef ég get. Þetta er ekki formlega ráðning heldur reyni ég bara að hjálpa til eins og ég get," segir Guðmundur.

Hann lék með Helga Jónasi á sínum tíma og vann nokkra titla með félaginu. Guðmundur var einn öflugasti körfuboltamaður landsins á sínum tíma og þjálfari liðið um tíma. Undanfarin ár hefur hann komi að þjálfun yngri flokka, bæði hjá Haukum og svo hjá Grindavík.

Guðmundur segist þekkja alla þessa stráka í Grindavíkurliðinu í dag. Liðið hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar en honum líst vel á veturinn.

„Þetta er fínn hópur sem getur farið langt. Deildin verður rosalega jöfn en jafnframt erfið því þarna eru lið sem hafa lagt allt í sölurnar til að styrkja lið sín. Þar sem við höfum misst sterka leikmenn þurfa aðrir að axa meiri ábyrgð. Auðvitað verður erfitt að komast alla leið en ég hef tröllatrú á þessum strákum," segir Guðmundur.

Helgi Jónas leggur línurnar en aðspurður hvort Guðmundur muni koma með föðurlegar ábendingar segir hann að svo verði ekki. Sitt hlutverk verði að peppa einstaka leikmenn upp og gefa þeim góð ráð og jafnframt að koma með ábendingar og hjálpa Helga Jónasi með skiptingar. Hann þekki það sjálfur sem þjálfari að gott sé að hafa góðan aðstoðarmann sem hægt sé að ræða málin við og fá annað sjónarhorn á hlutina.

„Helgi Jónas hefur lagt mikla áherslu á varnarleikinn og er með áherslubreytingar þar. Þær hafa virkað ágætlega en auðvitað tekur tíma að slípa liðið saman. Ég er spenntur fyrir vetrinum en þetta verður þolinmæðis verk. Ég hvet bæjarbúa til þess að fjölmenna í Röstina og styðja við bakið á strákunum. Þetta er grindvískt þjálfarateymi og uppistaðan í liðinu eru heimastrákar," sagði Guðmundur að lokum.

Viðtalið við Guðmund í heild verður birt í leikskrá körfuboltans sem kemur út á næstunni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir