6-S hafđi betur í spurningakeppninni

  • Fréttir
  • 22. október 2010

Þriðja umferð spurningakeppninnar á miðstigi fór fram í morgun. 6-S og 5-H áttust við en þeir fyrrnefndu sigruðu örugglega. 5-H átti stórleik í vísbendingaspurningum og rökuðu inn stigum og komust yfir 11-9. Þegar kom að valflokkaspurningunum náði 6-S öruggri forystu og varð lokastaðan 25-12 fyrir 6-S.

Fyrirkomulag keppninnar er með þeim hætti að fyrst svara keppendur hraðaspurningum og hafa til þess mínútu. Á meðan bíður annað liðið frammi. Þá taka við þrjár vísbendingaspurningar og gefur fyrsta 3 stig, önnur 2 stig og sú þriðja eitt sig. Þriðji hluti keppninnar eru teikningar þar sem keppendur teikna bókatitla eða sögur. Að lokum velja þau sér flokk og geta þau valið um bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Astrid Lindgren, þjóðsögur eða Narníu bækurnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!