Ćfingatafla yngri flokkanna í fótbolta

  • Fréttir
  • 19. október 2010

Æfingar í yngri flokkunum í knattspyrnu (3. til 8. flokki) eru hafnar af fullum krafti eftir smá hlé. Útbúin hefur verin bráðabirgðaæfingatafla sem gildir næstu vikurnar. Allir iðkendur eru hvattir til þess að mæta vel og stundvíslega á fótboltaæfingar með bros á vör. Engin æfingagjöld eru greidd nema fyrir 8. flokk (byrjendur á leikskólaaldri, bæði strákar og stelpur). Æfingatöfluna má nálgast hér.

Ægir Viktorsson þjálfar 3., 4. og 5. flokk drengja. Hann er með UEFA B gráðu og hefur þjálfað hjá félaginu undanfarin ár og verður jafnframt yfirþjálfari yngri flokkanna.

Garðar Páll Vignisson þjálfar 6. og 7. flokk drengja. Hann er með UEFA B þjálfaragráðu og hefur mikla reynslu af þjálfun í gegnum tíðina.

Fannar Berg Gunnólfsson þjálfar 3. og 4. flokk stúlkna. Hann er með UEFA B þjálfaragráðu og er einkaþjálfari frá Keili og er þar í íþróttafræðinámi. Hann þjálfaði í Grindavík fyrir nokkrum árum en hefur þjálfað á Suðurnesjum undanfarin ár.

Pálmar Örn Guðmundsson þjálfar 5. og 6. flokk stúlkna. Hann er íþróttakennari og hefur lokið þriðja stigi (af fjórum) af UEFA B. Hann hefur þjálfað hjá félaginu undanfarin ár.

Hólmfríður Samúelsdóttir þjálfar 7. flokk stúlkna. Hún er íþróttakennari og hefur lokið þriðja stigi (af fjórum) af UEFA B. Hún hefur einnig þjálfað hjá félaginu undanfarin ár og einnig hjá Breiðablik.

Aðstoðarþjálfarar í yngri flokkunum eru hinir þrautreyndu Scott Ramsey (KSÍ I) og Milan Stefán Jankovic (UEFA A). Markmannsþjálfari er Þorsteinn Gunnarsson (UEFA B). Þá verða leikmenn úr 3. flokki til aðstoðar á æfingum.

Pálmar Örn og Hólmfríður verða einnig með 8. flokk (byrjendur á leikskólaaldri) á laugardagsmorgnum í vetur kl. 11 en þetta er nýjung hjá félaginu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!