Berjumst gegn fátćkt og félagslegri einangrun

  • Fréttir
  • 18. október 2010

Sunnudagurinn 17. október var Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Þjóðkirkjan tók þátt í að vekja athygli á deginum og helgaði prédikanir sunnudagsins og fyrirbænir baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Séra Elínborg Gísladóttir prestur í Grindavíkurkirkja, fjallaði um baráttudaginn gegn fátækt í sinni prédikun í messu í gærkvöldi.

Fram kom hjá Elínborgu að kirkjan verður átakanlega vör við fátækt, sérstaklega í tengslum við hjálparstarfið. Hún sagði Grindavíkursamfélagið enga undantekningu, ástandið í þjóðfélaginu væri með þeim hætti að margir ættu um sárt að binda. Atvinnuleysi hefði aukist og mikilvægt væri fyrir bæjabúa að standa saman og huga að þeim sem eru í vandræðum því þetta fólk hefur tilhneigingu til að einangra sig félagslega. Ekki mætti festast í reiði og vonleysi heldur vinna að uppbyggingu.

Meginmarkmið Evrópuársins er að auka vitund fólks um orsakir og afleiðingar fátæktar og félagslegrar einangrunar; bæði almennings og þeirra sem gegna áhrifastöðum.

Sjá nánar á vef Þjóðkirkjunnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!