Platini pantar aftur grindvískan saltfisk

  • Fréttir
  • 18. október 2010

Forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), Michel Platini, mun heimsækja Ísland föstudaginn 22. október og funda með forráðamönnum Knattspyrnusambands Íslands.   Grindavík tengist þeirri heimsókn því Platini hefur pantað saltfisk hjá Stakkavík í Grindavík en grindvískur saltfiskur er í sérstöku uppáhaldi hjá forsetanum.

Michel Platini komst á bragðið 2004 þegar hann heimsótti Ísland og bragðaði þá í fyrsta skipti grindvískan saltfisk sem hann féll alveg fyrir. Þegar Platini kom hingað 2006 lagði hann inn aðra pöntun.  Þar sem Platini er hér á ferð á nýjan leik lagði hann inn pöntun á nýjum saltfiski sem Hermann Ólafsson og hans fólk í Stakkavík ætlar að hafa tilbúið.

Með Platini í för verður kona hans Christéle Platini, Alan Hansen sem situr í Framkvæmdastjórn UEFA, Theodore Theodoridis og Kevin Lamour frá UEFA.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir