Jón Ţór Brandsson tekur viđ Grindavík

  • Fréttir
  • 16. október 2010

Jón Þór Brandsson var í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur og hefur skrifað undir tveggja ára samning um þjálfun liðsins. Jón Þór tekur við starfinu af Gunnari Magnúsi Jónssyni sem hafði stýrt liðinu undanfarin þrjú ár en lét af störfum á dögunum.

,,Við í kvennaráði erum þess fullviss að við höfum fengið rétta manninn til að halda áfram góðu uppbyggingarstarfi í kvennaboltanum í Grindavík," sagði í tilkynningu á vef Grindavíkur í dag.

 Jón Þór Brandsson er 48 ára gamall. Hann hefur undanfarnar þrjár leiktíðir þjálfað kvennalið FH og kom liðinu upp úr 1. deildinni í fyrra. Hann hætti með liðið á dögunum.

Þjálfaraferill Jóns Þórs spannar 28 ár og stærstan hluta hans hefur hann unnið við þjálfun yngri flokka FH, bæði í fót- og handbolta. Jón Þór er menntaður sjúkraþjálfari og er með UEFA-B þjálfaragráðu en hefur auk þess sótt námskeið hjá ÍSÍ og HSÍ.

Mynd: Jón Þór ásamt Eiríki Leifssyni framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Grindavíkur við undirskriftina í dag.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir