STÍLL 2010 - forkeppni 27. október
STÍLL 2010 - forkeppni 27. október

Skráning er hafin í STÍL 2010. Forkeppni SAMSUÐ verður í Sandgerði miðvikudaginn 27. október.

• Stíll 2010 verður haldin í Vetrargarði Smáralindar laugardaginn 20. nóvember kl 12 - 15.
• Skráningarfrestur er til kl. 16.00 þriðjudagsins 2. nóvember 2010
• Þátttökugjald er 5.000 kr. á lið og greiðist við skráningu. Greiða skal þátttökugjald á reikning 301-26-988, kt. 650686-1799 og senda kvittun á samfes@samfes.is. Taka skal fram í skýringu hvaða félagsmiðstöð greiðir.
• Stíll 2010, mun verða tíunda keppni af þessu tagi sem haldin er á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi.

KEPPNIN Í ÁR
Sem fyrr er unnið út frá ákveðnu þema og er þema keppninnar í ár: TILFINNINGAR

Þemað er afar opið og gefur tækifæri til að láta hugmyndaflugið njóta sín.
Mjög mikilvegt er að gera góða lýsingu af heildarferli hönnunarinnar og skrá það niður í þar til gerða möppu sem dómarar nota við mat sitt. Möppunni þarf að skila til Samfés, samfés samataka félagsmiðstöðva á Íslandi, Gerðubergi 1, 111 Reykjavík fyrir mánudaginn 15. nóv kl. 16.00.
Það sem þarf að koma fram í möppu:
• Skrá niður eða gera teikningar með útskýringum af þróun ferlisins.
• Hugmyndin á bak við flíkina, hárið og förðunina.
• Hvernig hönnunin tengist þemanu.
• Hvaða efni er verið að nota og hvaðan eru þau fengin - taka skal fram hver gaf eða hver lánaði.
• Hvaða kostnaður féll til (kvittanir þurfa að fylgja).

Vinsmalegast athugið að mappan má ekki vera merkt á einn né annan hátt. Hvorki með nafni keppenda né nafni félagsmiðstöðvar. Þegar mappan er afhent verður hún merkt með númeri sem er hið sama og liðið fær úthlutað á keppnisdeginum.
Leiðbeinendur eða umsjónaaðilar hópsins eru vinsamlegast beðnir um að stilla efniskostnaði í hóf, gott er að miða við að heildarkostnaður fari ekki yfir 15.000 kr.
Einnig skal gæta þess að módelin séu klædd innan almennra siðferðismarka

SKRÁNING
Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 2. nóvember kl. 16:00.
Þar af leiðandi þurfa undankeppnir í félagsmiðstöðvunum að vera búnar fyrir þann tíma (gott er að miða við mánaðarmót okt/nóv).
Skráningu skal skila á þar til gerður skráningarformi (meðfylgjandi) og skila á netfangið samfes@samfes.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Til að skráning teljist gild þarf að greiða þátttökugjald.
Sérstakt eyðublað skal fylla út (meðfylgjandi) og skila ásamt möppunni. Þetta blað er ætlað kynnum á keppnisdeginum sjálfum og verður notað til að gera flíkinni og heildarhönnuninni skil. Til að kynnir geti gert góða grein fyrir hverri flík / hönnun á sviði, óskum við að fá efnislýsingu og hugmyndir á bakvið flíkina eigi síðar en 15. nóvember. Eiga það bara að vera 2 til 4 línur (10 punktaTimes New roman letur).

DRÖG AF DAGSKRÁ
Kl. 12:00 Liðin mæta til undirbúning í Vetrargarðinn í Smáralind 20. nóv.
Kl. 13:00 Keppnin hefst
Kl. 15:00 Keppni lýkur
Kl. 15:20 Sýning á afrakstri keppenda
Kl. 16.00 Dómnefnd dregur sig í hlé
Kl. 16:30 Úrslit kynnt.
Kl: 17:00 Dagskrá lýkur

Á meðan liðin gera sig klár verða ýmis skemmtiatriði á sviði, m.a. tískusýningar, tónlistaratriði og dansatriði frá unglingum. (verið vakandi fyrir óskum um atriði).
Reglur

1. Að klæðnaður sé innan siðferðilegra marka. Miðað skal við að a.m.k. 1/3 hluti líkamans skuli vera hulinn flík.
2. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið, skipað 2 til 4 einstaklingum (þar með talið módelið) úr 8.-10. bekk í grunnskóla.
3. Öll vinna keppenda við módel verður að fara fram á svæðinu, ekki er heimilt að undirbúa módelið á neinn hátt áður en að keppnin hefst.
4. Á keppnisstað verða þátttakendur að standa sjálfir skil á sinni hönnun/sköpun og utanaðkomandi aðstoð er bönnuð (svo sem starfsmenn, foreldrar eða aðrir).
5. Teikningar og útskýringar verða að afhendast umsjónarmönnum keppninnar áður en keppni hefst (við komu liðs í Íþróttahús Smárans).
6. Mikilvægt er að starfsmenn félagsmiðstöðva athugi og fylgist með efniskostnaði keppnisliða og reyni að stýra því að hann sé innan skynsamlegra marka. Ágætt er að miða við að heildarkostnaður fari ekki upp fyrir 15.000 krónur á hóp.
7. Í byrjun nóvember verða send til ykkar eyðublöð sem ætluð eru til að skrifa niður hvaðan efni eða hlutir í búning eru fengin og hvað þau kostuðu. Afrit af kvittunum skal fylgja blaðinu. Séu hlutir fengnir gefins eða lánuð skal tekið fram hvar/hver hafi gefið/lánað efnið eða hlutinn.

Nýlegar fréttir

fim. 17. ágú. 2017    Vatnsleikfimi haustiđ 2017
miđ. 16. ágú. 2017    Skólabyrjun
miđ. 16. ágú. 2017    Tilkynning til foreldra vegna námsgagna
lau. 12. ágú. 2017    Körfuboltaskóli UMFG hefst á mánudaginn
ţri. 8. ágú. 2017    Ađalfundur Verkalýđsfélags Grindavíkur 22. ágúst
ţri. 8. ágú. 2017    Sumartími á Grindavik.is nćstu tvćr vikur
fim. 3. ágú. 2017    Grindavík leikur gegn Stjörnunni í kvöld - Róbert ósáttur viđ KSÍ
fim. 3. ágú. 2017    Miđgarđur lokađur ađ hluta vegna framkvćmda
ţri. 1. ágú. 2017    Opiđ sviđ á Bryggjunni í 30. sinn
fim. 3. ágú. 2017    Björgunarvesti í bođi fyrir bryggjudorgara
fim. 3. ágú. 2017    Golfnámskeiđ fyrir byrjendur hefst 9. ágúst
miđ. 2. ágú. 2017    Bćjarskrifstofurnar lokađar á föstudaginn
miđ. 2. ágú. 2017    Bókasafniđ lokađ á föstudag
ţri. 1. ágú. 2017    Kynningarfundur fyrir foreldra barna fćdd 2011
ţri. 1. ágú. 2017    Sirkussmiđja Húlladúllunnar 14.-18. ágúst - skráning hafin
ţri. 1. ágú. 2017    Ţriđja tapiđ í röđ stađreynd hjá Grindavík
mán. 31. júl. 2017    Grindavík - Víkingur í kvöld kl. 19:15
mán. 31. júl. 2017    Fćreyski landsliđsmađurinn Rene Joensen til Grindavíkur
fös. 28. júl. 2017    Hitađ upp fyrir Ţjóđhátíđ á Fish house
ţri. 25. júl. 2017    Edu Cruz og Simon Smidt í Grindavík
ţri. 25. júl. 2017    Angela Rodriguez ţjálfar stelpurnar í vetur - sex leikmenn skrifuđu undir
ţri. 25. júl. 2017    Knattspyrnudeild UMFG auglýsir eftir yfirţjálfara
ţri. 25. júl. 2017    Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir ţjálfurum
ţri. 25. júl. 2017    Grillveisla í Víđihlíđ
fös. 14. júl. 2017    Sumartími á Grindavik.is
Grindavík.is fótur