Ray í ćvintýraför til Filipseyja

  • Fréttir
  • 28. september 2010

Ray Anthony Jónsson leikmaður Grindavíkur hefur verið valinn í A-landslið Filippseyja sem leikur þrjá leiki í undankeppni Asíumótsins 22.-27. október nk. en mótið fer fram í Viantiane Laos. Filipseyjar mæta landsliðum Kambódíu, Timor Leste og gestgjafanna Laos en barist verður um tvö sæti í lokaumferðinni sem fram fer í desember í Víetnam. Er því óhætt að segja að Ray sé að fara í mikla ævintýraför.

Ray Anthony sem er 31 árs gamall lék tvo leiki með U21 árs landsliði Íslands árið 2001. Móðir hans er frá Filippseyjum en faðir hans er íslenskur. Þar sem hann hafði aðeins leikið með U21 árs landsliði Íslands, en ekki A-landsliðinu, mátti hann velja A-landslið Filipsseyja.

Ray hélt af stað til Filipseyja í gær en hans fyrsta verkefni er að ganga frá vegabréfsmálum. Hann kemur heim í lok október en fer aftur í desember ef landslið Filipseyja kemst áfram í keppninni. Verið er að byggja upp nýtt landslið Filipseyja sem er í 165. sæti á styrkleikalista FIFA.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!