Ondo markakóngur

  • Fréttir
  • 27. september 2010

Grindavík steinlá fyrir Selfossi í lokaumferð Pepsideildar karla á laugardaginn 5-2. Grindavík var sloppið við fall fyrir leikinn. Gilles Mbang Ondo skoraði bæði mörk Grindavíkur og varð markakóngur Íslandsmótsins með 14 mörk. Þetta er í fyrsta skipti í sögu félagsins sem það eignast markakóng í efstu deild.

,,Ég er mjög ánægður. Þó að við höfum tapað 5-2 í dag er frábært fyrir mig að fá gullskóinn þar sem ég er framherji og það er alltaf gott að skora," sagði Ondo við Fótbolta.net.

,,Það er alltaf gott fyrir framherja að skora mörk og nú er ég sá besti í deildinni. Þetta er í fyrsta skiptið sem það gerist hjá mér en ég held að það muni gerast aftur einhvers staðar annars staðar. En ég er mjög ánægður í dag."

Ondo hefur aldrei farið leynt með það að hann vilji komast að erlendis og vonast hann til að gullskórinn muni hjálpa sér með það.

,,Ég er búinn að spila hérna í tvö og hálft ár og mér hefur fundist þetta vera góð lífsreynsla. Ég hef bætt mig mikið og Ísland er góður gluggi til að sanna sig þegar maður fær ekki tækifærið í sínu eigin heimalandi."

,,Frakkland er stórt land og ég var í góðu liði þar og fékk ekki tækifærið. En nú er ég búinn að koma hingað og leggja mig allan fram, vonandi virkaði það."

Hann sagðist hafa heyrt frá áhuga úr stærri deildum en vildi ekki gefa upp hvaða lið það væru á þessu stigi málsins. Hann sagðist jafnframt vera til í að spila með stærra liði hér heima ef hann fer ekki út.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir