Indverski sendiherrann í heimsókn

  • Fréttir
  • 24. september 2010

Indverski sendiherrann á Íslandi, S. Swaminathan, heimsótti Grindavíkurbæ í gær. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson fjármálastjóri tóku á móti honum og fóru m.a. í skoðunarferð í Saltfisksetrið og áttu svo góðan fund með sendiherranum.

S. Swaminathan hefur verið sendiherra á Íslandi í 20 mánuði. Hann sýndi jarðorkunni í landi Grindavíkurbæjar mikinn áhuga.  Hann færði Grindavíkurbæ gjafir, bækur frá Indlandi. Sendiherrann fékk sömuleiðis góða kveðjugjöf frá Grindavíkurbæ. Sendiherrann vonast til þess að koma á góðum tengslum við Grindavíkurbæ í framtíðinni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir