Nýtt klukknaport í kirkjugarđinn á Stađ

  • Fréttir
  • 30. maí 2005

Í dag var komiđ fyrir nýju klukknaporti í kirkjugarđinum á Stađ í Stađarhverfi  viđ Grindavík.Ţađ voru ţeir feđgar í H.H. smíđi sem sáu um verkiđ undir stjórn Helga Sćmundssonar. Kemur ţađ í stađ klukknaports sem smíđađ var af Jóni Engilbertssyni frá Arnarhvoli í Grindavík á ţriđja áratug síđustu aldar.Nýja portiđ er smíđađ eftir fyrirmyndinni en ţó nokkuđ stćrra og međ koparklćđningu á ţakhvelfingunni, portiđ hefur margvíslega trúarlega tilvísun og er í alla stađi vel hannađ. Ákvörđun um ađ hafa hiđ nýja klukknaport stćrra helgast m.a. af ţví ađ kirkjugarđurinn á Stađ hefur veriđ í mikilli endurnýjun og stćkkun, hafa m.a. veriđ hlađnir miklir og glćsilegir veggir er afmarka og skipta garđinum. Minnismerkinu um séra Odd V. Gíslason hefur veriđ fundinn nýr stađur samsíđa minnismerki um drukknađa og týnda sjómenn, á fallegum hleđslum miđsvćđis í garđinum međ hiđ nýja klukknaport í bakgrunni. Endanlegum frágangi verđur lokiđ fyrir sjómannadag og skammt er ţess ađ bíđa ađ fullnađar frágangi verđi lokiđ í kirkjugarđinum. Garđurinn er glćsilegur í alla stađi og er sóknarnefnd Grindavíkur og öllum ţeim verktökum og fl. sem lagt hafa hönd á plóginn til sóma.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir