Lokaumferđin í fótboltanum um helgina

  • Fréttir
  • 24. september 2010

Lokaumferðirnar í Pepsideild karla og kvenna fara fram um helgina. Karlalið Grindavík mætir Selfyssingum á Selfossvelli á morgun, laugardag. Kvennalið Grindavíkur mætir Fylki á Grindavíkurvelli á sunnudaginn í gríðarlega mikilvægum leik en tapi stelpurnar eiga þær á hættu að falla. Jafntefli ætti að duga til að halda sætinu í úrvalsdeildinni en það verður langt í frá auðvelt  verkefni.

Staða neðstu liða er þessi:

7. Afturelding 17 5 1 11 15:56 16
8. Grindavík 17 4 3 10 15:38 15
9. FH 17 4 2 11 21:52 14
10. Haukar 17 1 3 13 15:51 6

Tvö neðstu liðin falla en FH og Haukar mætast í lokaumferðinni. Afturelding mætir Þór/KA. Markatala Grindavíkurstúlkna er mun betri en bæði Aftureldingar og FH og hún gæti skipt sköpum ef Grindavík gerir jafntefli og Afturelding tapar.

Hjá Grindavík vantar 5 leikmenn sem eru farnir í nám til Bandaríkjanna. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á Grindavíkurvöll á sunnudaginn kl. 14:00 til að hvetja stelpurnar til dáða í þessum stærsta leik sumarsins.

Karlaliðið sækir Selfoss heim kl. 14 á morgun, laugardag. Með sigri getur Grindavík komist upp að hlið Fylkis og Stjörnunnar en Grindavík hefur þegar tryggt sæti sitt í deildinni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!