Ný heimasíđa Grunnskóla Grindavíkur

  • Fréttir
  • 23. september 2010

Í dag,þriðjudaginn 23. september, var opnuð með formlegum hætti ný heimasíða fyrir Grunnskóla Grindavíkur. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri opnaði síðuna. Hún keyrir á sama vefumsjónarkerfi og heimasíða Grindavíkurbæjar og fleiri stofnana bæjarsins sem felur í sér ýmislegt hagræði. Eftir sameiningu grunnskólanna í Grindavík var ákveðið að nýta tækifærið og smíða nýja heimasíðu fyrir stofnunina og er hún byggð á grunni Hópsskólasíðunnar sem var opnuð í upphafi þessa árs.

Útlit heimasíðunnar er því á svipuðum nótum en litasamsetning tekur mið af nýju auðkennismerki skólans.

Ritstjórar nýrrar heimasíðu Grunnskóla Grindavíkur eru Frímann Ólafsson og Kristín María Birgisdóttir. Netfang heimasíðunnar er skolasida@grindavik.is

Í fyrsta áfanga heimasíðu grunnskólans er að finna allar helstu grunnupplýsingar um stofnunina. En heimasíðan verður lifandi þróunarverkefni innan skólans og í stöðugri þróun og eru allar góðar ábendingar vel þegnar frá nemendum, foreldrum og kennurum.

Slóð nýju heimasíðunnar er www.grindavik.is/grunnskolinn en einnig verður hægt að nálgast hana í gegnum gömlu slóðina: http://skolinn.grindavik.is/.

Þeir sem vilja komast inn á gömlu síðuna til að finna gamlar myndir eða eitthvað annað geta nálgast hana með því að fara inn á þá nýju og þá er linkur neðst til vinstri á forsíðunni á gömlu síðuna.

Ritstjórarnir Kristín María og Frímann kynna heimasíðuna á starfsmannafundi í dag.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál