Edda Björgvins gestur á ađalfundi Foreldrafélags grunnskólans

  • Grunnskólinn
  • 23. október 2009

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur verður haldinn í sal skólans fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og stjórnarkjör en nokkrir aðilar hafa nú þegar gefið kost á sér í nýja stjórn. Þá kemur góður gestur í heimsókn, Edda Björgvinsdóttir leikkona sem ætlar að fjalla um húmor á vinnustöðum.

Foreldrar eru hvattir til þess að mæta á fundinn.

,,Húmor í lífinu er á allan hátt uppbyggilegur og nærandi. Húmor er heilsubót og með húmor er oft hægt að auðvelda hvers kyns mannleg samskipti, leysa vandamál og minnka streitu. Það er mælanlegur ágóði af því þegar stjórnendur fyrirtækja nota markvisst og meðvitað samskiptatækni þá er byggir á húmor, fjölmargar rannsóknir sýna að húmor á vinnustað bætir áþreifanlega líðan starfsfólks, starfsánægju og getu. Í einkalífinu eru fjölmargar hliðar á húmor og vert er að skoða alla fleti og nýta sér það besta sem húmor hefur uppá að bjóða," segir í tilkynningu frá Eddu í tilefni heimsóknar hennar til Grindavíkur.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!