Kynntu sér kvennafótboltann í Grindavík

 • Fréttir
 • 22. september 2010
Kynntu sér kvennafótboltann í Grindavík

Í gær hófst ráðstefna á vegum UEFA þar sem knattspyrna kvenna á Íslandi er kynnt fyrir þremur aðildarþjóðum UEFA. Í ár kynntu þeir sér m.a. kvennaknattspyrnuna í Grindavík og heimsóttu þeir Grindavík í dag. Er þetta í annað skiptið á einu ári sem UEFA sér ástæðu til þess að senda hingað þjóðir til að kynna sér uppbyggingu og framþróun í knattspyrnu kvenna hér á landi og þá starfsemi sem fram fer innan KSÍ og hjá aðildarfélögum.

Í þetta skiptið koma hingað fulltrúar frá Ítalíu, Kýpur og Norður Írlandi og eru þátttakendur um 30 talsins.

Í janúar, fyrr á þessu ári, komu hingað fulltrúar frá Austurríki, Portúgal og Færeyjum í sömu erindagjörðum. Þá, eins og núna, var uppbygging í knattspyrnu kvenna innan KSÍ kynnt sem og aðildarfélög heimsótt og starf þeirra skoðað. Í þetta skiptið voru Breiðablik og Grindavík heimsótt og fylgst þar með æfingum. Þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, yfirþjálfari yngri flokkanna og formaður knattspyrndeildar fóru yfir starfsemi félagsins og sérstaklega það sem snýr að kvennaknattspyrnunni. Þá var farið í skoðunarferð um íþróttamannvirkin.

Ráðstefnunni lýkur með því að ráðstefnugestir fara á leik Breiðabliks og franska liðsins Juvisy Essonne í 32 liða úrslitum Meistaradeildar UEFA á Kópavogsvelli. Þetta er fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn fer fram í Frakklandi 13. október.  Valsstúlkur er einnig í baráttunni í þessari keppni en þær leika gegn spænska liðinu Rayo Vallecano en fyrri leikurinn er ytra á fimmtudaginn og sá síðari á Vodafonevellinum 13. október.

Þessar ráðstefnur er hluti af verkefni UEFA þar sem kallast "UEFA Study Group Scheme" en þar miðla þjóðir innan UEFA reynslu sinni til annarra aðildarþjóða. Mikill heiður er af því fyrir knattspyrnu kvenna hér á landi að UEFA velji Ísland sem vettvang til þess að kynna öðrum Evrópuþjóðum uppbyggingu starfseminnar.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 17. október 2018

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

Íţróttafréttir / 16. október 2018

Aukaađalfundur Knattspyrnudeildar UMFG 25. október

Grunnskólafréttir / 12. október 2018

Starfsmenn Akurskóla komu í heimsókn á bleikum degi

Fréttir / 11. október 2018

Sviđamessa  Lions föstudaginn 19. október

Lautafréttir / 10. október 2018

Bleikur dagur í Lautinni - föstudaginn 12. október

Grunnskólafréttir / 10. október 2018

Vanda Sigurgeirsdóttir kemur í heimsókn

Íţróttafréttir / 9. október 2018

Búningamátun hjá körfunni í dag kl. 17:30

Fréttir frá Ţrumunni / 8. október 2018

Vel heppnađ opnunarpartý Ţrumunnar

Grunnskólafréttir / 5. október 2018

Brunaćfing í Grunnskóla Grindavíkur

Íţróttafréttir / 5. október 2018

Haustmót yngri iđkenda í júdó 2018 - breytt dagskrá

Íţróttafréttir / 5. október 2018

Grindvíkingar mörđu sigur á nýliđunum

Fréttir / 5. október 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir frá Ţrumunni / 4. október 2018

Bakarí í skólanum annan hvern föstudag

Bókasafnsfréttir / 4. október 2018

"Geđveikar húsfreyjur" - umfjöllun um Dalalíf og Ljósu

Grunnskólafréttir / 3. október 2018

Forseti Íslands heimsótti Grunnskóla Grindavíkur

Íţróttafréttir / 3. október 2018

Forvarnarvikan og UMFÍ leikur

Nýjustu fréttir 11

Kroppast úr knattspyrnuliđi Grindvíkinga

 • Íţróttafréttir
 • 17. október 2018

Leikskólakrakkar í heimsókn í tónlistarskóla

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. október 2018

Atvinna - Byggingarfulltrúi

 • Fréttir
 • 11. október 2018

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

 • Íţróttafréttir
 • 11. október 2018

Börnin í fyrsta bekk fengu gefins körfubolta

 • Grunnskólafréttir
 • 10. október 2018

Leikskólakörfuboltaćfingar hefjast í dag

 • Íţróttafréttir
 • 9. október 2018

Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins

 • Íţróttafréttir
 • 8. október 2018