Sigur og tap í körfunni

  • Fréttir
  • 20. september 2010

Karla- og kvennalið Grindavíkur áttu ólíku gengi að fagna í Lengjubikarnum í körfubolta um helgina. Grindavík burstaði Njarðvík með 102 stigum gegn 87 í Lengjubikar karla í gærkvöldi. Páll Axel Vilbergsson skoraði 28 stig fyrir Grindavík og Ólafur Ólafsson skoraði 16 og hirti 11 fráköst.

Með sigrinum komst Grindavík í undanúrslit þar sem þeir mæta Íslands- og bikarmeisturum Snæfells 22. september.

Haukar unnu Grindavík í baráttuleik 64-49 í Lengjubikar kvenna. Hjá Grindavík skoraði Helga Hallgrímsdóttir 17 stig og tók 19 fráköst. Næst á eftir Helgu kom Berglind Anna Magnúsdóttir með 11 stig. Grindavíkurstelpur eru þar með úr leik.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!