Í heimsókn hjá Flugher varnarliđsins

  • Fréttir
  • 3. maí 2005

Ólafur bćjarstjóri og Phil Gibbons yfirmađur FlughersÁ dögunum fór starfsfólk bćjarskrifstofunnar í heimsókn til varnarliđsins á Keflavíkurflugvelli. Flugher bandaríkjahers bauđ Ólafi Erni Ólafssyni og starfsfólki hans í formlega heimsókn sem byrjađi međ móttöku í ađalstöđvum flughersins ţar sem Col. Phil Gibbons tók á móti gestunum og útskýrđi starfsemi flughersins á Keflavíkurflugvelli. Viđ ţađ tćkifćri var Ólafur gerđur ađ ?Honorary 85th Group Commander?.  Ađ ţví loknu var  bođiđ upp á  léttan hádegisverđ í matsal flughersins. Ţessu nćst varđ hópurinn vitni ađ flugtaki ţriggja  F-15 orrustuflugvéla  í návígi međ miklum tilţrifum en eftir flugtak fóru vélarnar ţráđbeint upp í loftiđ. Eftir ţađ fékk hópurinn ađ skođa eina F-15 vélina og setjast í flugstjórnarsćti ţar sem leiđsögutćki og tól voru skođuđ. Ţá var haldiđ til ţyrlusveitarinnar í hiđ geysistóra skýli Jolly Green sveitarinnar en svo nefnist ţyrlusveitin innan varnarstöđvarinnar. Ţyrlusveitin er sérţjálfuđ í björgunarstörfum og hefur undanfarinn 30 ár bjargađ hundruđum mannslífa á Íslandi. Áhöfn einnar ţyrlunnar tók á móti hópnum og hafđi lagt allan búnađ ţyrlunnar á gólfiđ í kringum vélina og tók hver áhafnarmeđlimur ađ útskýra sitt hlutverk og ţann búnađ sem ţeir unnu međ. Gestir nýttu sér óspart bođ um ađ setjast í flugmannssćti ţyrlunnar. Í vel skipulagđri dagskrá var ţessu nćst haldiđ í ratsjárbygginguna og fengu gestir ađ ganga í gegnum stjórnsal og var  engu líkara en mađur vćri staddur í bíómynd og framundan vćri geimskot. Hér fylgist flugherinn međ öllum flugvélum sem koma inn í íslenska flugstjórnarsvćđiđ og passa upp á ađ engar óviđkomandi vélar nálgist landiđ. Eftir heimókn í ratsjárstöđina var haldiđ í heimsókn til  öryggisveita flughersins. Ţar voru skođuđ ţau vopn sem öryggisveitirnar  bera. Ađ lokum kom hópurinn saman í ađalstöđvum flughersins ţar sem saman voru komnir nćstráđendur hverrar deildar fyrir sig og gáfu yfirmanni sínum skýrslu um starfsemi dagsins. Ađ loknu kaffispjalli skiptust hóparnir á gjöfum. Heimsóknin var einkar skemmtileg og vel skipulögđ og kom velflestum mjög á óvart bćđi hvađ varđar umfang varnarliđsins og ekki síst ţađ gífurlega fjármagn sem ţarf til ađ halda stöđinni uppi, t.d. kostar flugmannshjálmur F-15  um 6. milljónir króna, ein flugferđ F-15 kostar um 8-9 milljónir o.s.f.rv. Sjá myndasafn á heimasíđu grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir