Eftirvćnting fyrir Ţórkötlustađaréttir
Eftirvćnting fyrir Ţórkötlustađaréttir

Réttardagurinn í Grindavík verður á morgun laugardag en dregið verður í dilka í Þórkötlustaðarétt kl. 14:00. Smalað verður í afrétti Grindvíkinga í dag. Hestamannafélagið Brimfaxi verður með hross á svæðinu og leyfir börnum að fara á bak. Haustmarkaður verður starfræktur á svæðinu á laugardaginn frá kl. 13-16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt ýmsa handunna vöru eins og prjónavöru, heklaðar vörur, skartgripi, áletruð kerti og margt fleira. Þá verður júdódeildin með súpusölu.

Að gefnu tilefni vill Fjáreigendafélag Grindavíkur benda fólki á sem ætlar að koma í réttir að gæta þess að börnin séu ekki inn í almenningnum. Einnig er algerlega óheimilt að hanga í ullinni eða hornum á fénu. Þar sem réttin er orðin gömul og lúin vill félagið jafnframt benda foreldrum á að börnin eru á þeirra ábyrgð hvort sem er inni í réttinni eða upp á görðunum og er mælst til þess að börnin séu ekki að hlaupa eftir garðveggjunum. Fjáreigendafélagið óskar öllum gestum góðrar skemmtunar á laugardaginn.

Ákveðið hefur verið að loka Ísólfsskálavegi fyrir umferð til vesturs við gatnamót að Selatöngum og til austurs við Ísólfsskála frá kl. 10:00-12:00 vegna fjárreksturs. Féð verður svo rekið utan vegar frá Ísólfsskála að Hrauni.

Upp úr kl. 13:00 þarf að loka Ísólfsskálavegi upp á hæðinni vestan við Hraun á meðan féð er rekið yfir Ísólfsskálaveg þar en slíkt ætti ekki að taka mjög langan tíma.

Þess má geta að í Aðal-braut verður boðið upp á kaffi og kleinur á morgun, laugardag, í tilefni Þórkötlustaðarétta, frá kl. 14-16, eða á meðan birgðir endast.

Réttarball verður í Salthúsinu annað kvöld.

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur