Sumarlestur og Lestrarhestar

  • Bókasafnsfréttir
  • 10. september 2010

Eftir Sumarlesturinn var haldin uppskeruhátíð á Bókasafninu. Allir krakkarnir (48) fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og þrír lestrarhestar úr eldri og yngri hópum fengu verðlaun. Lestrarhestar í eldri hópnum voru:  Nökkvi Már Nökkvason, Silja Rós Viðarsdóttir og Emilía Rut Ragnarsdóttir. Yngri Lestrarhestarnir voru: Jenný Geirdal, Guðfinna Björt Þórdísardóttir og Ásdís Marín Kristjánsdóttir.

 

Bæjarstjórinn, Róbert Ragnarsson, kom og sagði frá uppáhaldsbókum sínum í æsku og dró svo í happadrættinu. Þau heppnu voru: Chellize-Marie Lane, Margrét Fríða Hjálmarsdóttir og Viktoría Rós Horne.
Til hamingju með þetta krakkar!

Á myndinni eru þeir sem mættu frá yngri hópnum og Lestrarhesturinn Jenný Geirdal er í miðið og Fernando Már og Ísabella Ragna. Að neðan eru svo Lestrarhestarnir í eldri hópnum Silja Rós og Nökkvi Már og svo Bæjarstjórinn Róbert Ragnarsson sem dró í happadrættinu og heppinn vinningshafi Chellize-Marie. Fleiri myndir fara inná Ljósmyndasafn Grindavíkur undir flokkinn Bókasafn.

Lestrarhestar

vinningshafi


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir