Vilt ţú hafa áhrif?

  • Fréttir
  • 10. september 2010

Umboðsmaður barna óskar eftir umsóknum í ráðgjafarhóp sinn. Hverjir geta sótt um? Allir sem eru á aldrinum 13 - 17 ára og vilja taka þátt í því að gera samfélagið betra fyrir börn og unglinga. Hvað gerir ráðgjafarhópurinn? Kemur með tillögur að verkefnum fyrir umboðsmann barna. Gefur álit sitt og segir frá reynslu sinni á ýmsum málum sem varða börn og unglinga. Vinnur að ýmsum verkefnum og uppákomum, oft með öðrum ungmennaráðum.

Hópurinn fundar einu sinni í mánuði á skrifstofu umboðsmanns barna á Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um geta sent póst á ub@barn.is  eða hringt í síma 800-5999. Þar verður að koma fram nafn, aldur, skóli og af hverju þið viljið starfa í ráðgjafarhóp umboðsmanns barna. Ráðgjafarhópurinn er líka á Facebook. Upplýsingar um umboðsmann barna og ráðgjafarhópinn má finna á www.barn.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!