Helga Bryndís ráđin organisti viđ Grindavíkurkirkju

  • Fréttir
  • 9. september 2010

Helga Bryndís Magnúsdóttir hefur verið ráðin organisti við Grindavíkurkirkju. Helga Bryndís er starfandi organisti og kórstjóri við Möðruvallakirkju í Hörgárdal og við kirkjurnar þar í kring og einnig í kirkjunum í Svarfaðardal og er stjórnandi Samkórs Svarfdæla.  Hún starfar einnig við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.

Helga Bryndís hefur lokið Kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar en hennar aðalmenntun og starf hefur verið píanóleikur. Hún stefnir á að klára Kantorspróf við Tónskóla Þjóðkirkjunnar á næstu misserum. Helga Bryndís kemur til starfa í Grindavíkurkirkju 1. janúar 2011 og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.

Þess má geta geta að Helga Bryndís er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og er systir Páls Magnússonar útvarpsstjóra.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir